SnjallVefjan
Markmið MA - verkefnisins var að útbúa sjálfshjálparvefsíðu sem auðvelda á einstaklingum er glíma við námsörðugleika, kennurum þeirra og foreldrum að læra á ýmis forrit sem geta veitt stuðning við nám og daglegt líf.
Verkefnið fjallar um notkun upplýsingatækni í skólastarfi, þar sem sjónum er beint að notkun snjalltækja hjá einstaklingum með námsörðugleika. Sérstakleg er skoðuð notkun tækni í tengslum við lestrarörðugleika og því sem tengist námsörðugleikum út frá þeim. Hönnun á vefsíðum, fjallað um uppbyggingu, form, leturgerðir og notkunar-möguleika.
Hér að neðan er að finna hlekk á skriflegan þátt verkefnisins.
LOGOS
Logos er greiningartæki til að greina lestrarerfiðleika hjá einstaklingum allt frá 3. bekk grunnskóla til fullorðinsaldurs. Prófið er byggt upp í tveim hlutum, sá fyrri fyrir 3. – 5. bekk grunnskóla og seinni hlutinn fyrir 6. – 10. bekk grunnskóla og fullorðna. Logos er rafrænt og niðurstöður birtast í töfluformi og grafískum útfærslum, þá fylgja ýmis úrræði sem hægt er að nota til að efla þá þætti sem þurfa þykir (Logos – Lexometrica, e.d.).
LESTRARÖRÐUGLEIKAR
Hér að neðan má finna nánari upplýsingar um efnið t.d. greinar, bækur og rannsóknir.
Hljóðbækur á Íslandi
Á Íslandi eru nokkur fyrirtæki sem bjóða upp á slíka þjónustu, hljóðbók.is var stofnuð árið 2009 út frá fyrirtækinu Hljóðbók-Hljóðvinnslan ehf. sem hafði verið starfandi frá árinu1998. Inni á síðunni hljodbok.is getur hver sem er verslað stakar íslenskar hljóðbækur (Hljóðbók.is, e.d.). Vefurinn Hlusta.is býður einnig upp á þúsundir upplestra á íslensku, þar er möguleiki á áskrift (Hlusta.is, e.d.). Nýjasta viðbótin er vefsíðan Storytel.is, sem er svokölluð streymiþjónusta. Þar er hægt að hlusta á þúsundir titla, greidd er mánaðaráskrift fyrir einstaklinga (Storytel, e.d.). Einnig er í boði að versla hljóð- eða rafbækur hjá bókabúðum landsins. Einstaklinga með greiningar um að geta ekki nýtt sér prentað letur geta sótt um aðgang að Hljóðbókasafni Íslands, vægt árgjald er fyrir fullorðna en frítt fyrir börn (Hljóðbókasafn Íslands A, e.d.). Heildarfjöldi bóka á safninu eru um níu þúsund titlar og eru framleiddir um 200–300 titlar á ári (Hljóðbókasafn Íslands B, e.d.).
Leturgerðir
Nokkarar leturgerðir hafa verið hannaðar út frá þörfum lesblindra einstaklinga. Fyrst má nefna Dyslexie leturgerðina sem Christian Boer, grafískur hönnuður hannaði. Neðri hluti stafanna er breiðari en slíkt er talið auðvelda einstaklingum að átta sig á því hvernig stafurinn snýr, til dæmis u og n en einnig til að reyna halda lesandanum í þeirri línu sem lesin er hverju sinni. Leturgerðin OpenDyslexic var hönnuð sérstaklega af Abelardo Gonzalez með þarfir lesblindra einstaklinga að leiðarljósi og út frá hönnun Boer. Gonzalez vildi hanna letur sem allir einstaklingar gætu nálgast en hægt er að hlaða niður leturgerðinni án endurgjalds á heimasíðunni opendyslexic.org. Einnig eru þar að finna nánari upplýsingar um leturgerðina (Dyslexiefont, e.d.; Opendyslexic, e.d.).
Rannsókn um lesblindu og áhrif hennar á ritun
Greinin fjallar um lesblindu og áhrif hennar á ritun hjá einstaklingum greindum með slíka örðugleika. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort að lesblind börn væru með hægari rithönd en önnur börn. Þátttakendur í rannsókninni voru níu ára gömul lesblind börn, alls 31. Ritunarhraði barnanna var borin saman við önnur börn á sama aldri. Æfingarnar voru framkvæmdar á spjaldtölvur, þar sem börnin voru bæði látin skrifa staka bókstafi og síðan orð. Enginn munur var þegar að skrifaðir voru stakir bókstafir en þegar kom að því að skrifa heil orð hikuðu lesblindu börnin oftar og virtist það stafa af vandræðum við að stafsetja orðin.
Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að lesblind börn hafi slakari fínhreyfingar en önnur börn en með þessari rannsókn var einblínt á að rannsaka hvar börnin hikuðu við skriftirnar og kom í ljós að það væri er kom að því að stafsetja orðin.
Sumner, E., Connelly, V., og Barnett, A. L. (2013). Children with dyslexia are slow writers because they pause more often and not because they are slow at handwriting execution. Reading and Writing
Rannsókn um notkun á rafrænum leitarvélum hjá lesblindum einstaklingum
Í grein Berget og Sandnes er sagt frá rannsókn sem gerð var á lesblindum einstaklingum við notkun á rafrænu leitarvélum hjá Google. Rannsakað var hvort þeir fyrirfram skilgreindu leitarmöguleikar sem til eru innan kerfisins hafi áhrif á hæfni lesblindra einstaklinga við notkun leitarvélarinnar. Þátttakendur voru tuttugu lesblindir einstaklingar og þurftu þeir að leysa 10 mismunandi leitarverkefni með Google leitarvélinni. Einstaklingarnir voru bornir saman við tölvustýrðar niðurstöður, í ljós kom að leiðréttingarforrit sem tengd eru við leitarvélina hafa mikil áhrif á leitarniðurstöður og geta nýst lesblindum einstaklingum á mikilvægan máta.
Berget, G., og Sandnes, F. E. (2016). Do autocomplete functions reduce the impact of dyslexia on information-searching behavior? The case of Google. Journal of the Association for Information Science and Technology
Greinin er á Proquest.
Grein um áhrif rafrænna leiðbeininga hjá einstaklingu með skrif- og lesblindu
Fræðigreinin fjallar um áhrif rafrænna leiðbeininga með notkun I-pad á skriftarkennslu nemenda í 4. – 9. bekk er greindir eru með skrif- og lesblindu eða almenna tungumála örðugleika. Tilraun var gerð með 35 nemendur, hver þeirra fékk 18 tveggja tíma kennslustundir í þróun á mismunandi skriftaraðferðum. Leiðirnar sem farnar voru í kennslunni samanstóðu af hlustun, töluðu máli, lestri og ritun. Allar leibeiningar fóru fram í gegnum spjaldtölvuna en nemendur skiluðu verkefnunum sínum handskrifuðum eða munnlega. Eftir tímabilið mátti sjá að nemendur höfðu bætt hæfni sína í ritun og eru niðurstöðurnar þær að nota megi tæknina til aðstoðar með leiðbeininar til að bæta hæfni í ritun sem fram fer með blýanti á blað.
Berninger, V. W., Nagy, W., Tanimoto, S., Thompson, R., og Abbott, R. D. (2015). Computer instruction in handwriting, spelling, and composing for students with specific learning disabilities in grades 4-9. Computers & Education
Rannsókn um netnám hjá lesblindum háskólanemendum
Rannsóknin er eigindleg, viðtöl eru tekin við tólf lesblinda háskólanemendur um netnám. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að lesblindir nemendur upplifa fjölda ákorana við slíkt námsfyrirkomulag. Sérstaklega í tengslum við ófullkomin ritvinnslu- og leitartæki, mikið magn upplýsinga og að þurfa að vinna með fjölmörg kerfi á sama tíma. Í slíku námsfyrirkomulagi er yfirleitt krafist mikillar ritfærni sem reynist lesblindum nemendum erfitt.
Habib, L., Berget, G., Sandnes, E. F., Sanderson, N., Kahn, P., Fagernes, S., og Olcay, A. (2012). Dyslexic students in higher education and virtual learning environments: An exploratory study. Journal of Computer Assisted Learning
Rannsókn um áhrif hljóð- og rafbóka
Greinin fjallar um rannsóknir á hljóð- og rafbókum, með áherslu á hvaða áhrif þær hafa á bókasöfn. Segja má að skilin milli hljóðbóka og rafbóka fari dvínandi. Undanfarin ár hefur notendum hljóðbóka á bókasöfnum farið stór vaxandi. Tæknin hefur spilað stóran þátt í þessari þróun og segja má að slíkt form bóka sé það form er ber hve mestan vöxt á söfnunum. Rannsóknin skiptist í þrjá hluta eftir rannsakendum, hún er frá tímabilinu fyrir 2006 og síðan eftir 2006. Rætt er við bókasafnsfræðinga um mismunandi form bóka og þörfina við að sinna öllum lánshöfum bókasafna. Fjallað er um mikilvægi hljóð- og rafbóka fyrir einstaklinga með sérþarfir, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að mikilvægt sé fyrir bókasafnsfræðinga að fara eftir þörfum lánþega ef þeir ætla að halda þeim sem virkum lesurum.
Yngri börn virðast skilja betur það sem þau hlusta á en það sem þau „lesa” sjálf en minni munur á þessu tvennu er á meðal eldri barna.
Moyer, Jessica E. (2012). Audiobooks and E-books: A literature review. Reference & User Services Quarterly
Rannsókn um jákvæð áhrif tækninotkunar ef hún er samofin námsmarkmiðum
Gildandi rannsóknir benda til þess að ef notkun tækni í skólastarfi er samofin námsmarkmiðum getur hún verið öflugt verkfæri fyrir árangursríkt nám grunnskólabarna. Þessi rannsókn var unnin upp úr 122 ritrýndum greinum sem mældu áhrif notkunar tækni á skilvirkni náms grunnskólanemenda. Niðurstöður sýndu meðal áhrif á aukinn árangur nemenda. Einnig fól rannsóknin í sér greiningu á gæðum forrita, íhlutunar og námsumhverfi nemenda í tengslum við nýtingu tækni í námi og kennslu.
Chauhan, S. (2017). A meta-analysis of the impact of technology on learning effectiveness of elementary students. Computers & Education
Rannsókn sem kannaði mismunandi stefnur í snjallsímanotkun meðal kennara, foreldra og nemenda
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mismunandi stefnur í snjallsímanotkun meðal þriggja hópa. Hóparnir voru kennara, foreldrar og nemendur. Stefnurnar voru rannsakaðar frá fimm mismunandi þáttum: Stefnan sjálf, ákvörðun um stefnuna, framkvæmd hennar, mat og framför. Þátttakendur voru 1226 kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi, foreldrar, og nemendur í Kína. Lagður var fyrir 25 spurninga könnunarlisti um málefnið. Marktækur munur reyndist á svörum er varða hvatningu er tengjast snjallsímanotkun nemenda, hvort að banna ætti tækin, hvort stefnur er varða snjallsíma hefðu áhrif og hvernig bæta mætti stefnuna er þá varðar. Hins vegar voru kennarar, foreldrar og nemendur sammála um þætti eins og hvort banna ætti snjallsíma í tímum eða prófum, að núverandi stefna varðandi símana væri áhrifalítil og að hana þyrfti að bæta.
Gao, Q., Yan, Z., Wei, C., Liang, Y., og Mo, L. (2017). Three different roles, five different aspects: Differences and similarities in viewing school mobile phone policies among teachers, parents, and students. Computers & Education